Nýtt ár, nýtt upphaf og nýtt blogg

Gleðilegt nýtt Ólympíuár 2012! 
 
Í tilefni af því að 2011 er lokið og ýmsar breytingar hafa orðið í mínu lífi að undanförnu þá ákvað ég að gera eina í viðbót og færa mig um set í bloggheimunum. Árið 2011 hefur verið mikil rússíbanareið fyrir mig þar sem gengið hefur á ýmsu. Þar sem ég hef miklu meira gaman af því að tala um jákvæðu hlutina þá ætla ég að fara aðeins yfir hápunkta ársins í máli og myndum.
 
Í febrúar byrjaði ég að vinna í mastersverkefninu mínu ásamt því að vera að klára síðustu kúrsana í mastersnáminu. Þessar rottudömur komu mikið við sögu í verkefninu.
 
Í mars keppti ég í þriðja skipti á Vetrarkastmótinu og hafnaði í 3. sæti með ágætis árangur í ekta íslensku haustveðri.
Á pallinum í Búlgaríu 
 
Í sumar kom hún Harpa mín til landsins með fjölskylduna og það var alveg yndislegt að geta verið með þeim og fengið að sjá stelpurnar. 
Við Óli með Hörpu og krúttunum 
 
Eftir erfitt sumar sem einkenndist af þrálátum meiðslum, matareitrun, vonbrigðum og gleði endaði ég tímabilið með stæl á Heimsmeistaramótinu í Kóreu með því að kasta ársbest og enda í 13. sæti. 
Ég á HM í Daegu 
 
Eftir keppnistímabilið fór ég í langþráð frí þar sem við skoðuðum New York í krók og kring á túrbóinu á nokkrum dögum.
Með Óla og Víði uppi á Rockafella center 
 
Eftir að hafa skoðað New York fórum við til Flórída að heimsækja hana Hörpu okkar og fjölskyldu og njóta lífsins í botn. Við byrjuðum á því að stökkva út úr flugvél með honum Brett sem var alveg ógleymanleg upplifun.
Eftir fallhlífastökkið með Brett og Víði 
 
Við skelltum okkur líka í Disney World og skoðuðum þar hátt og lágt og skemmtum okkur konunglega. 
Í Disney World 
 
Mér fannst alveg yndislegt að geta fengið að vera með litlu krúttunum mínum og fá aðeins að kynnast þeim og fylgjast með þeim vaxa og þroskast.  
 Litlu krútturnar mínar 
 
Þegar ég kom heim frá Flórída sökkti ég mér á kaf í að klára mastersverkefnið mitt og eyddi flestum mínum stundum í að skrifa, gera tilraunir og æfa og það tók oft vel á.
Ansi þreytt eftir erfiðan lærdómsdag 
 
Í lok nóvember kom svo loksins að því að ég skilaði mastersritgerðinni og varði hana í byrjun desember. Það gekk líka svona hrikalega vel og ég gæti ekki hafa endað þennan kafla í lífi mínu á betri hátt. 
Með mastersritgerðina útprentaða 
Að gera mig tilbúna til að kynna mastersverkefnið mitt 
 
Í lok árs komst ég í fyrsta skipti í topp 10 í vali Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins sem er mér mikill heiður. 
 
Ég enda svo árið og tek á móti nýju í frábærum æfingaaðstæðum úti í Suður Afríku en þessi mynd var tekin eftir síðustu kastæfingu ársins 2011 sem gekk alveg glimrandi vel.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo dugleg elskan :)

Anna María (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 12:28

2 identicon

Gaman að fá að fylgjast með þér svona úr fjarlægð, svona þegar við sjáumst ekki lengur í skólanum.

Alda Hrönn Jónasdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 17:21

3 identicon

skemmtilegt og afburðaríkt ár hjá þér  Gaman að geta fylgst með og gangi þér sem allra best árið 2012

kveðja Svana

Svana Bára (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband