Síðasti dagurinn í Suður Afríku

Þá er fyrstu æfingabúðum þessa Ólympíuárs að ljúka. Á eftir endum við á kastæfingu áður en við leggjum í hann heim í snjóinn aftur í kvöld. Ég er búin að leggja vel inn í æfingabankann hérna úti og er algjörlega uppgefin. Það er kannski ekki skrýtið þar sem ég tók 27 æfingar á þessum 16 dögum og þar af 10 spjótkastæfingar. Eftir æfinguna á eftir tekur við þriggja daga kærkomin hvíld til að endurhlaða batteríin. Tæknivinnan gekk mjög vel hérna úti en það sem við erum að vinna í núna er að vinna strax af hægri fætinum inn í blokkina og að halda vinstri hendinni lengi og nota hana svo til að fá spennu yfir kassann. Ég er búin að ná þessum atriðum alveg ótrúlega vel inn og farin að gera þetta vel í yfir 90% af köstunum. Það er líka alveg ómetanlegt að ná inn smá kastmagni svona snemma á æfingatímabilinu. Þetta er sko mikill munur frá því að kasta í net inni í Laugardalshöll!

Við kvíðum að vísu fyrir því að koma heim aftur og þurfa að grafa bílana okkar út úr einhverjum snjóskaflinum í 35-40°C lægri hita en við erum búin að vera í síðustu rúmu tvær vikurnar. En þrátt fyrir það koma þessi tvö heim með bros á vör.

Við Stebbi og spjótin í Suður Afríku 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið svakalega hafið þið verið dugleg þarna í sólinni og gott hve allt hefur gengið vel.  En ég hlakka mikið til að sjá þig á morgun. knús á þig mam 

mamma (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband