Keppnistímabiliđ ađ fara af stađ
Föstudagur, 11. maí 2012
Ţá er bara komiđ ađ ţví svei mér ţá. Tímabiliđ 2012 er ađ byrja í nćstu viku og ţađ eru bara 88 dagar ţangađ til ég keppi á Ólympíuleikvanginum í London! Mikiđ hrikalega flýgur tíminn! Ég mun byrja tímabiliđ á ţví ađ fljúga í kringum hálfan hnöttinn og keppa á tveim mótum í Brasilíu 16. og 20. maí. Ţessi mót eru í Sao Paolo og Rio de Janeiro og ég er hrikalega spennt ţví ég hef aldrei komiđ til Suđur Ameríku áđur, hvađ ţá keppt ţar. Eftir mótin í Brasilíu flýg ég aftur heim og keppi svo á JJ móti Ármanns, sem er jafnframt minningarmót um pabba hans Stebba ţjálfara, 24. maí. Ţá tekur viđ smá ćfingatímabil áđur en ég fer ađ öllum líkindum til Leverkusen og kasta ţar 1. júní. Síđasta mótiđ mitt fyrir EM verđur svo Demantamótiđ í New York 9. júní en ég var bara ađ fá ţađ stađfest í gćr ađ ég er komin inn ţar. Ţađ eru ţví hrikalega spennandi tímar framundan hjá mér núna og öll áhersla verđur lögđ á ađ halda mér heilli áfram og kasta ţessu spjóti sem allra lengst.
Ţegar ég bloggađi úti í Portúgal lofađi ég líka fréttum af smá breytingum en á dögunum var ég ađ skipta um umbođsmann. Viđ Robert Wagner slitum okkar samstarfi eftir 2 ár og nýji umbođsmađurinn minn er Valentina Fedjushina. Hún er fyrrverandi kúluvarpari sjálf og kastađi lengst 21,60 m en fyrir ţá sem ekki vita hefur bara veriđ kastađ lengra en ţađ einu sinni á síđustu tjah ansi mörgum árum. Mér líst mjög vel á hana og hlakka til ađ vinna međ henni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferđalög, Íţróttir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.